REYNSLA SKIPTIR MÁLI

REYNSLA SKIPTIR MÁLI

REYNSLA SKIPTIR MÁLI

REYNSLA SKIPTIR MÁLI

 „Ég hef ennþá sömu grundvallar hugsjónir… það eina sem hefur breyst er reynslan“
Guðlaugur Þór Þórðarson er fæddur í Reykjavík 19. desember 1967. Foreldrar: Þórður Sigurðsson (fæddur 16. október 1936, dáinn 4. September 2020) fyrrverandi yfirlögregluþjónn og Sonja Guðlaugsdóttir (fædd 12. júní 1936, dáin 17. maí 2018) sem rak bókhaldsskrifstofu. Maki (12. maí 2001): Ágústa Johnson (fædd 2. desember 1963) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Rafn Johnson og Hildigunnur Johnson. Börn: Þórður Ársæll Johnson (2002), Sonja Dís Johnson (2002). Börn Ágústu af fyrra hjónabandi: Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir (1991), Rafn Franklín Johnson Hrafnsson (1994).

1989-1993 

Vátryggingafélagi Íslands

1996

BA-próf í stjórnmálafræði HÍ

1991–1997

Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins

1993–1997

Formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna

1993–1997

Í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins

1998–2006

Í leikskólaráði Reykjavíkur

1997–1998

Framkvæmdastjóri Fíns miðils

1998–1999

Í stjórn knattspyrnudeildar Vals

1997–2001

Í stjórn DEMYC, Evrópusamtaka ungra hægri manna og kristilegra demókrata

1998–2000

Í hafnarstjórn Reykjavíkur 

1998–2002

Varaformaður IYDU, International Young Democrat Union

1998–2006

Í borgarstjórn Reykjavíkur

2002–2004

Í stjórn Neytendasamtakanna

2002–2006

Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur

2002–2006

Í skipulagsnefnd Reykjavíkur

2003–2007

Formaður Fjölnis 

2003-2021

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis

2007-2008

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

2008-2009

Heilbrigðisráðherra

2016–2017

Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna

2017-

Utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór hefur sem þingmaður átt setu í fjölda nefnda á vegum alþingis: Félagsmálanefnd 2003–2006, sjávarútvegsnefnd 2003–2007, umhverfisnefnd 2003–2007 (formaður 2004–2007), heilbrigðisnefnd 2009–2011, viðskiptanefnd 2009–2011, efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2013, fjárlaganefnd 2013–2017, utanríkismálanefnd 2013–2014. Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2003–2007 (formaður), Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2013–2016 (formaður), þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016 (formaður).